laugardagur, 19. maí 2018

Félagsfælni... Félagskvíði...

Hææ Guðrún hér aftur, 



Nú langar mig enn og aftur að segja ykkur frá mér, segja ykkur mína sögu.. 
Eins og þið vitið sem fylgið okkur Kiönu á snapchattinu okkar Gullstelpur erum við frekar opnar með allt sem kemur að geðheilbrigði og er okkur mikilvægt að hjálpa öðrum, við höfum verið svo heppnar að fá að hjálpa nokkrum einstaklingum og þarna er markmiði okkar náð og munum við svo klárlega hjálpa öðrum og fleirum.. 

Þetta er hlutur sem mig langar klárlega að vinna með í framtíðinni að hjálpa öðrum, því það klárlega hjálpar mér.

Þau sem þekkja mig vita að ég elska Dr.Phil, hann er svona eitthversskonar fyrirmynd í mínu lífi og það sem ég vil gera, þó ég vilji kanski ekki endilega gera það í sjónvarpi þá vonandi á faglegu sviði og hefur þessi edrúmennska kennt mér það að hjálpa öðrum hjálpar manni sjálfum og svo mörgum í kringum það og það er bara svo falleg mynd að búa til. 
Meðan ég skrifa þetta er ég með Chicago Med á og uppáhalds persónan mín í þessum þáttum er geðlæknirinn Dr.Charles. 




Allt sem kemur geðsviði, fíknisjukdóm eða eitthvað í þessa átt heillar mig.


En að sögunni minni um Félagsfælni sem ég talaði smá um á snappinu okkar í gær, eins og ég sagði þá man ég varla eftir mér án félagsfælni, sumir eru feimnir og lagast þegar þeir aðlagast og hélt ég lengi ég væri bara ótrúlega feimin, en í raun þjáðist ég bara af félagsfælni sem kom svo seinna fram, ég veit það er til meðferðir við þessu og er það alveg magnað.



En til þess að fara nánar útí þetta hefur þetta verið mer hamlandi á svo mörgum sviðum hjá mér eins og t.d. þá elska ég dans, list og söng. (Ekki það ég syngi vel :'D)
En ég hef reynt, ég hef reynt að æfa dans enn alltaf hætt, ekki fundist ég nógu góð og alveg viss um að fólkið sem horfði væri að dæma mig eða stelpurnar sem ég æfði með færu saman heim og töluðu illa um hversu illa ég dansaði, svona var þetta alltaf, ég fór á söngnámskeið og hætti eftir 2-3 skipti því nákvæmlega sama gerðist, mér fannst þetta svo óþæginlegt og ég var alltaf yfirfull af kvíða. Hélt ég myndi ekki gera allt rétt, eða hrasa eða koma illa fyrir og aðrir myndu sjá það. Aldrei séð að það geta ekki allir verið fullkomnir og til þess að gera hlutina 100% verður maður að gera mistökin fyrst, ekki satt?

Eins og ég sagði var þetta hamlandi mér á svo mörgum sviðum, og í staðinn fór ég bara horfa á American Idol, So you think you can dance ásamt fleiru og elska draumana mína þar, horfi á þetta með mikilli ástríðu og óska þess að geta þetta sömuleiðis en hef í raun ''sætt'' mig við að gera þetta ekki vegna kvíðans í öll þessi ár. 

Svo nátturulega byrjaði ég í neyslu líka ofan á þetta og það hjálpaði þessu ekkert. Varð alltaf verri eftir því sem lengra dróst á neysluna og draumarnir urðu í raun að engu, að ég hélt. 
Þegar ég reyndi að vera edrú alltaf þá fékk ég mig aldrei til þess að reyna vinna þessa drauma upp aftur. En ég gerði það ekki, en það þýðir samt ekki að það sé um seinann. 

Ég er eins og ég sagði enn að vinna á þessu á mörgum sviðum, og ef ég ætla vinna við það sem mig langar að vinna við og uppfila draumana mína í áhugamáli líka í framtíðinni verð ég að ná tökum á félagsfælninni alveg og leyfa henni ekki að ná alltaf tökum á mér. 
Ég skammast mín ekkert fyrir það að vera skrifa þetta og vera ekki búin að ná fullum bata á þessu og þessvegna skrifa ég þetta líka til þess að þið sem lesið getið séð að þetta tekur tíma en er klárlega þess virði. 

Á meðan mun ég sinna áhugamálum með að horfa, með að taka fjarnám og gera þetta hægt á mínum hraða, ég er í endurhæfingu og ætla mér að gera þetta rétt, það er engin skömm að vera í endurhæfingu það er bara við sem erum þar að sinna okkar veikindum rétt. 

Hjálpar mér að fara út að vinna, hjálpar mér að sinna áhugamálum, hjálpar mér að hjálpa öðrum og líða flesst alla tíma bara ágætlega vel. 



Ég las mér svoldið um félagsfælni og ætla setja punktana hér sem ég punktaði niður og svo linka ég fyrir neðan þar er próf sem fólk getur tekið sjálf heima hjá sér og gengið kanski úr skugga að þau eru með þetta sömuleiðis og ég.
Ég veit það ég tjékka já í alla þessa punkta hér fyrir neðan og skora enn hátt á prófinu, þó minna en fyrst þegar ég byrjaði nú í endurhæfingu.
Sækjum batann <3



  • Félagsfælni lýsir sér í þráðlátum kvíða við félagslegar aðstæður þar sem fólk óttast að koma illa fyrir og að aðrir myndi sér neikvæða skoðun á því.
  • Fólk forðast þessar aðstæður eða þraukar þrátt fyrir mikinn kvíða.
  • Tjá sig fyrir framan aðra, mæta í veilsur og kynnast nýju fólki , tala við yfirmenn eða halda erindi.
  • Vandinn þarf að há fólki verulega í daglegu lífi til að um félgasfælni sé að ræða.
  • Félagsfælni er algengasta kvíðaröskunin og háir 12% fólks.
  • Líkamleg einkenni sem hrjáir fólk með félagskvíða óttast að aðrir sjái eru : Roði, Sviti, Skjálfti eða Spennt raddbönd.
  • Hugurinn getur tæmst og fólk átt erfitt með að einbeita sér.
  • Tilfiningaleg einkenni eru meðal annars : Kvíði, Óöryggi, Skömm, Pirringur og Höfnunartilfining.
  • Félagsfælni getur leitt til þunglyndis og misnotkunar á fíkniefnum.
  • Fólk verður óþæginlega sjálfmeðvitað og finnur oft til vanmáttar.






Þakka annars fyrir mig í dag, 
Þangað til næst <3


fimmtudagur, 3. maí 2018

Ritstífla?... Smá...

Hæ elskur, 
Guðrún hér, 



Mig langaði rosalega að tala við ykkur, hef ekki verið mikið hérna, en verið líka óviss með hvað ég ætti að skrifa, jafnvel að finna það rétta fyrir ykkur og kanski vera í gírnum fyrir það líka, hann er kanski bara ekkert alltaf tilstaðar. 

En mig langar að koma með færslu, ekkert endilega stóra en virkilega mikilvæga varðandi sjálfskaðandi hegðun. 
Það er virkilega mikilvægt að það sé opnað umræðu um það, og líka opna fyrir það sé talað um það. 

Myndaniðurstaða fyrir selfharm

Því ég sjálf veit það er virkilega óþæginlegt að segja frá því, það er mikil skömm í því að segja frá því maður sé að meiða sjálfann sig, en getur samt ekki stoppað að gera það, rankar oft við sér eftir að vera búin að framkvæma skaðann. 

Ég sjálf ber ör á vinstri hendi, bæði eftir grunna og djúpa skurði, bara til þess að finna ekki til inní mér, losna frá sjálfri mér. Flýja svoldið raunveruleikann og verandi í leiðinni svoldið að kalla á hjálp án þess að segja orðið hjálp en óbeint að því, þar sem maður kanski ekki endilega þorði því að byðja um hjálp. Fannst maður kanski ekki beint nógu mikils virði til þess að eiga það skilið eða þessháttar. 

Myndaniðurstaða fyrir selfharm
Mér finnst rosalega mikilvægt að vera opin við ykkur, því ég vil þið gerið það sama. Þið finnið það að þið skiptið líka máli, ég veit það því ég hef verið á þeim stað að líða ekki þannig. En ég veit það í dag að ég geri það, og þú líka kæri lesandi.

Ég fékk alveg að heyra oft ég væri eitthvað skrítin að gera þetta, ég ætti að leita mér hjálpar. Ég faldi sárin og örin, var ekki oft í stutterma bolum. 
Skammaðist min fyrir að vera svona ''Geðveik''.
Í dag veit ég að það er ekkert að því að vera Geðveik.. Þó svo að fólk reyni að nota þetta í niðrandi meiningu og tók ég það inná mig verulega lengi en ekki í dag, ég veit ég er það. Ég lifi með því. Og loksins finnst mér ok að lifa með því.
Það tekur auðvitað tíma að hugsa svona en svona varð ég eftir kynferðisofbeldin, svona varð ég eftir ofbeldi, svona varð ég eftir neyslu og margskonar aðra þætti. 

Ég hótaði oft að drepa mig, oft langaði mig svo mikið að deyja. Og það er án alls gríns. Mig langaði samt aftur á móti líka að lifa og fá hjálp en ég sá aldrei leið út.

Myndaniðurstaða fyrir suicide

Þessvegna var gott að koma fram með meðvirkni, því það er heldur ekki gott að vera meðvirkur með manneskju í sjálfskaða.

Árið 2013 framkvæmdi ég fyrsta skipti sjálfsvíg, sem tókst ekki sem beturfer, en ég fór á gjörgæslu. Ég missti börnin mín og ég sá ekkert áframhald. 
Ég veit samt ekki verri tilfiningu en að vakna með fölskylduna mína fulla af áhyggjum um hvort eg væri að vakna eða ekki.. 
En þau og ég vorum mjög ágnæð ég væri á lífi.  

Þetta var alls ekki besta upplifunin en ég er hætt að lifa í skömm, því með þessa reynslu vil ég frekar geta hjálpað eitthverjum. 


Myndaniðurstaða fyrir suicide

Það er engin tilfining betri en að hjálpa öðrum. 
Það er eitt sem ég hef komist að í þessari edrúmennsku.

Hér fyrir neðan ætla ég að setja nokkra linka varðandi Sjálfskaðandi Hegðun og Sjálfsvíg.

Endilega fræðið ykkur um þetta, því þetta er mjög algengt.

Sjálfsskaði er algengt vandamál meðal ungs fólks. Á Íslandi búa um 50.000 manns á aldrinum 14-24 ára. Rannsóknir hafa sýnt fram á að um 10% ungmenna hafa skaðað sig eða reynt sjálfsvíg og enn fleiri íhugað það. Þetta þýðir að um 5.000 ungmenni á Íslandi eru að skaða sig eða hafa skaðað sig eða reynt sjálfsvíg. Fullorðnir einstaklingar sem hafa skaðað sig eru 100 sinnum líklegri en aðrir til þess að fremja sjálfsvíg.













Myndaniðurstaða fyrir suicide

Þangað til næst <3

sunnudagur, 22. apríl 2018

Stöndum saman... Öll sem eitt!



Þar sem við tókum fyrir á snappinu : Gullstelpur um Fíknisjúkdóm og töluðum um hver hann væri, hvar væri hægt að lesa um hann, hvernig við uppgötvuðum hann og hvað við gerðum og erum að gera í dag. 

Myndaniðurstaða fyrir don't give up



Fyrir ykkur sem fylgdust með snapchattinu okkar um daginn þá vitiði kanski að fíknisjúkdómar eru mjög mikilvæg umræða hjá okkur!

Fyrir ykkur aðeins að kynna ykkur um,  því jú þetta er alvarlegra en fólk virkilega gerir sér grein fyrir og langar okkur gullstelpum að hrópa hærra með fíknisjukdóma, Alkóhólisma, Átraskanir, Spilafíknir eins og aðrar fíknir, ekkert af þessum fíknum líður fíklinum vel í og það er alveg á hreinu.

En þar sem við eigum okkar sögu ætlum við að deila henni fyrst, enda heyrðu ekki allir það sem við sögðum.



Hlið Kiönu :



Frá því ég man eftir mér, hef ég alltaf verið svakalega sólgin í allt sem tengdist spennu og mátti ekki..
T.d. stela, ljúga, fara út á kvöldin þegar enginn vissi eða sá til, vera með eldri krökkum svo eitthvað sé nefnt.

Ég var aðeins 13 ára gömul þegar að mig dettur í hug að prufa áfengi, það var samt ekki alveg mitt en þar sem áfengið kom mér í annað ástand og leyfði mér að losna undan ábyrgð og öllu því sem var í gangi þá notaði ég það!

Þið eruð mögulega að pæla hvaða ábyrgð ætti 13 ára gamalt barn að vera með annað en að mæta í skólann og heimalærdómi , er það ekki ?
Ég skal segja ykkur það,
Þessi 13 ára að verða 14 ára litla stelpa sem er ég var að takast á við lífið og fannst engin önnur leið en að deyfa sig.
Frá með þessum aldri og fram á að verða mínu 18 ári var ég búin að vera deyfa mig til að komast í burtu frá hausnum á sjálfri mér.

Fíknin átti mig.
Ég braut á sjálfri mér.
En það sorglegasta við þetta er að fólkið as in fjölskyldan mín var með áhyggjur, þau vissu oftast ekki hvar ég var.

Á ég að segja ykkur eitt annað sorglegt, mér var alltaf sama, pælið í því ?
Svona var ég veik.
Mér fannst eins og þau ættu þetta bara skilið..
Fyrir að sjá ekki um mig og gefa mer peninga til að halda neyslunni gangandi fyrir mig.

Í dag árið 2018 að verða 21 árs gömul á ég líf þar sem fjölskyldan mín og vinir treysta mér.
Ég fæ að vera tilstaðar fyrir alla sem mig þykir vænt um.
og auðvitað líka fyrir alla sem þurfa á því að halda.

Manneskjan sem skrifar þetta til ykkar er búin að fá að lifa án fíkniefna og áfengis í 2 ár og 7 mánuði.

Það tók mig mjög langann tíma að átta mig á því að þetta væri sjúkdómur fyrst, mér fannst þetta bara fáranlegt því fólk vissi ekki hvað ég hefði gengið í gegnum sem barn og notaði þetta sem afsökun... Sem er fáranlegt... 
Endaði í þessum alvarlega sjúkdómi..
Það sem fíklar þurfa að gera sér grein fyrir að það er enginn vandamálið nema maður SJÁLFUR!!



Sumir líta á óhóflega notkun áfengis og annarra vímuefna sem ósið eða ávana, sem er ennþá sorglegra árið 2018, fólk er einfaldlega að deyja úr þessu og það er alvaran.


Við töluðum um okkar sögur á snappinu, og við gerðum það til að brjóta ísinn með alkóhólisma.


Hlið Guðrúnar:



Ég byrjaði mjög ung að haga mér illa, 
með skapgerðabresti og með alkóhólíska-hegðun. 
Barn sem var bókstaflega að kafna úr mótþróa.. Gerði allt sem henni var sagt að gera ekki.

13 ára gömul komst hún í e-pillu.. Hvernig? Jú með að vera með svipaða spennu og Kiana, vera með eldri krökkum sem voru að gera hið slíkt spennandi, en það gerðist.. og þessi eina urðu að fleirum, djammið sem átti að vera ein nótt varð að 5 dögum.. 5 dögum sem urðu að 13 árum tæpum.

Eignaðist tvær fallegar stelpur á þessum árum, fékk fæðingarþunglyndi með fyrri, það eitt og sér gaf mér meiri "ástæðu" til þess að drekka.. Mér leið svo illa sjáið til.. 
Frekar sjálfselskt, en eins og ég sagði á snappinu, langar mig helst ekki að nota  það orð, því við erum alvarlega veik af afneitun.

Hvað þurfti til að ég sæi það ég væri haldin fíknisjúkdómi ? ... allavega var það ekki að missa börnin mín í 3x skipti og næstum í 4 skiptið alveg og jafnvel til 18 ára, sjálfsmorðstilraun, sjálfsskaði, 3-4 meðferðir, sálfræðingar.

Það var ekki fyrr en ég labbaði inn á Vog 9.október 2015, búin að vera á götunni og svo í herbergi uppa Funahöfða, ekki heyra í stelpunum í 7 mánuði (þó oftar í yngri en ekkert í eldri), sem ég byrjaði að taka eftir að það væri eitthvað að hjá mér og inná Vík sem ég fór svo í beinu framhaldi að sá ég að ég væri haldin sjúkdómi sem ég gæti haldið niðri með ákveðnum lausnum. Sem ég gerði í nokkra mánuði á eftir, en datt aftur í það því ég lokaði ekki öllum gluggum.

 Eftir hitting á ömmu mína sem er mér mjög kær með tárin í augunm hvað ég væri að gera mér og börnum mínum í "partý-i".. það sem ég var að gera var að íhuga hvernig ég gæti sprautað mig vitlaust bara til þess að losna frá þessari pínu... en sem beturfer, þegar amma mín kom þarna fékk ég kraft, beið á vogi í mjög langann tíma bara til að hitta Þórarinn smá, reyna ýta mér inn, ég varð að losna frá lífinu sem ég var að lifa.

Sem gerðist þennan dag 24.mars 2017, lagði allar mínar skoðanir til hliðar, hlustaði á allt sem mér var sagt. Lagaði til á öllum sviðum í lífinu.
Lokaði öllum gluggum.

Í dag er ég að verða 13 mánaða.
Sátt við sjúkdóminn minn, þó ég væri alveg til í að sleppa því að vera með þennan sjúkdóm. Þá samt. Er ég sátt í dag.
Það tók mig 2 ár að verða það.
Sætta mig við það ég gæti ekki drukkið eða neytt neinnar vímuefna.
En ég er virkilega ágnæð í dag og ég vil bara einblína mér að hjálpa öðrum.
Og vera tilstaðar!



Halla Björg skrifar:

"Ég var þessi unga stelpa sem fékk brjóst seinust af mínum vinkonum, ég man hvað mér fannst það ömurlegt. Ég var farin að stinga sokkum inn á toppana sem ég var í til þess að ég gæti verið eins og hinar stelpurnar, semsagt bara allt í einu komin með svalirnar – frú Pamela Anderson eins og ég var kölluð fyrir framan alla sem nálægt voru í íþróttatíma i grunnskólanum sem ég var í þegar annar sokkurinn datt!! Þið getið ímyndað ykkur hvernig mér leið, stelpunni sem vildi bara tilheyra."



Átraskanir sem er sjúkdómur og útlitisdýrkun geta líka leitt til dauða, og spila hinar fíknir oft með.
Munum við linka í nóg af tenglum tengda þessu, bæði sögum og annað.

En t.d ef við tökum átraskanir til umræðu, sem Guðrún gerði á sama kvöldi og þetta bl0gg er skrifað og sett upp. 



Þá bara núna á tveimur dögum hafa tvær stelpur komið fram með sínar sögur, og verður það eitthvað til þess að hjálpa til við að brjóta múr hjá eitthverjum, átraskanir geta verið hjá feitum, geta verið hjá mjóum, geta verið hjá venjulegum, ungum sem öldruðum. Þetta spyr nákvæmlega ekki um neitt. 
Hvorki aldur, stað, stund eða stétt.


Fíknisjúkdómar,hver sem þeir eru gera það bara ekki, ríkur eða fátækur, NEI EKKERT!

Ég skal pósta þessu bloggi oft, og það oft bara til þess að hjálpa fleirum. 

Átt þú í erfiðleikum en veist það ekki ? 
Líður þér öðruvísi?
Finnst þér þú ekki tilheyra?
Er eitthvað sem íþyngir þér í hjarta sem þú einfaldlega skilur ekki?
Þekkir þú eitthvern sem er að þjást af eitthverju af þessu og langar að hjálpa? 


Þá mæli ég með kæri lesandi að þú opnir linkana hérna fyrir neðan sem eru um allskonar fíknir. Ásamt sjálfsprófi frá SÁÁ. 
Vegna þess oft vitum við ekki hvort það sé eitthvað, 
ef það er eitthvað höfum við líka síma, hjálparsíma rauðakrossins sem er virkilega sniðugt.


Ekki hika. 
Gerðu.

Við þurfum að hjálpast að,við þurfum að opna augun, við þurfum að líta í kringum okkur. Því við höfum of lengi verið með augun lokuð, svo lengi lokuð að orðið Taboo er bara ótrúlega vinsælt. Óvinsælum það, er það orð? Já núna allavega.



Hættum að hafa þetta með okkur, verum opin og ræðum um hlutina, hættum að finnast óþæginlegt að tala um okkar tilfiningar okkar eða hvað okkur þykir erfitt.. 
Hægara gert en sagt? Já ég veit, þetta er drullu erfitt.

Er erfitt að fara inní líf annara manneskju og skipta sér af ? Já, og eflaust verður ekki hlustað því eins og v ið höfum oft nefnt er afneitun mjög sterk, en hvað ef þú gerir ekki neitt? Bara alls ekkert? 


Þessvegna höfum við BUGL, Geðspítalann LSH, SÁÁ, Samhjálp, Rauða Krossinn, Lögregluna og fleira...
Til þess að leita til og fá hjálp, við þurfum bara hætta vera meðvirk og fara vera hjálpsöm, og hjálpa fólki úr þeim vítahring og frá þeim sjúkdómi sem þau eru haldin.

En þurfum við að passa okkur? Já. Algjörlega. 
Því oft er þetta úr okkar höndum, því oft er þetta svo langt komið, eða algjörlega úr okkar höndum, en bara EF við náum að grípa inní fyrr? 
Afhverju ekki?
Þú kæri lesandi, ákveður fyrir þig. 
En þú, ég og allir eigum skilið að lifa og njóta og líða vel.

Þessir sjúkdómar eru ''Ég, um mig, frá mér, til mín''
Og það er klárlega sjálfselska upp að vissu marki, en fíkillinn sjálfur er bara í svo mikilli afneitun að hann sér þetta ekki, þessvegna þurfum við að hjálpast að. Ekki bara lokast af.


Og erum við ekki að skrifa þetta hérna til þess að gera lítið úr neinum heldur frekar til að brjóta fólki útúr skelinni sinni, talaðu við mömmu þína, pabba þinn, systir þína, bróðir þinn, stjúpuna/stjúpann, frænku eða frænda... name it... besta vin eða vinkonu eða eins og við linkuðum her að ofan hjálparsímann ef þér þykir erfitt að byrja en veist það er eitthvað að.
Stöndum saman.


Þó þú tengir ekki við okkur gullstelpur, eða Höllu eða Söru eða Tryggva, Aron, Ragnar, Völu eða hvern sem er, lestu þér til um einkenni eða sjáðu einkenni hjá öðrum. 
Það að hjálpa einum er kraftaverk, að fá fleiri er gullsinsplús!

Viltu lesa þér meir til um allt sem ég hef nefnt hér?
Vilt þú hætta sitja bara hjá og segja ekkert?
Ýttu þá á linkana hér að neðan.

SÁÁ:



















Íslensk erfðagreining er einmitt líka mjög áhugavert að skoða. Og margt fleira þarna, Kári Stefánsson hefur stutt fíknisjúkdóm alveg fram í fingurgóma og er alveg hreint út magnað að googla þann mann.









OG MEIRAAA.............














OG SÍÐAST EN EKKI SÍST....













Þangað til næst,
Guðrún & Kiana 



fimmtudagur, 19. apríl 2018

Vegna umræðu minnar um meðvirkni.

Meðvirkni
Tengd mynd
Ég talaði um á snappinu okkar um meðvirkni sem er mér gríðalega mikilvægt málefni, vegna þess ég hef verið föst þar, ég hef líka verið fílinn sem allir voru meðvirkir með. 
En það verður samt að læra gera greinarmun á hvað er meðvirkni og hvað er bara einfaldlega hjálpsemi.

Í dag er orðið ''meðvirkni'' notað alveg rosalega mikið og þykir mér það alveg rosalega vont, því þetta er alls ekkert djók að vera meðvirkur, þetta tekur þvílikt á andlegu heilsuna og á til þess að verða bara svo andlega slæm að fólk verður bara þunglynt, kvíðaveikt, og festast þarna og oft hefur það endað bara illa.

Ætla aldrei að fara með mína færslur eða snap-pælingar útí pólitík, því þar getur mér klægjað í blóðið.

En ég mæli svo með að fólk lesi sér til um meðvirkni, og átti sig á muninum á stjórnsemi,meðvirkni og hjálpsemi.
Því hann er til, það er bara svo þunn lína þarna á milli að fólk gerir sér bara ekki grein fyrir því.
Ég gerði það ekki.
Ég er nýlega búin að átta mig á því hvenær ég er að vera meðvirk og hvenær ekki, jú stundum þarf að benda mér á það og það þykir mér afskaplega gott.
Ég get tekið því í dag að vera bennt á hlutina, áður.. Guð hjálpi fólki.

En þar sem ég vil enda þetta bara með tenglum á meðvirkni, og allri meðvirkni vegna þess hún er ekki alltaf bara tengd Alkóhólisma, heldur er þetta mjög stór þáttur af mörgu í lífinu og sumir sjá það einfaldlega ekki.
Tengd mynd
Meðvirkni er ; Eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum
Meðvirkni er líka fjölskylduvandamál:
  • Afneitun
  • Skömm
  • Tilhneiging til að fela ástand, tilfiningar og líðan
  • Tjáskipti innan fjölskyldunnar fara versnandi
  • Einstaklingar einangrast það innra og ytra
  • Kvíði, vanmáttur og reiði
  • Flótti frá fjölskyldunni, aðskilnaður, skilnaður

Skömmin er þarna mjög oft ef ekki alltaf fylgifiskur meðvirkni.
Skömm og einkenni meðvirkni:

  • Afneitun á þarfir og tilfiningar
  • Fullkomnunaráratta
  • Lágt sjálfsmat
  • Þóknast öðrum
  • Sektarkennd
  • Vandi með nánd
  • Ósjálfstæði
  • Vanvirk samskipti
  • Sársaukafullar tilfiningar
  • Stjórnun - Stjórnleysi - Undanlátsemi 
  • Vanvirk tengd
Karnaeinkenni Meðvirkni:

Sameiginlegt með þeim sem upplifa meðvirkni er að þeir eiga erfitt með að :

  • Upplifa heilbrigða sjálfsvirðingu
  • Setja heilbrigð mörk
  • Viðurkenna og tjá eigin raunveruleika
  • Sinna eigin þörfum á fullorðinsárum
  • Upplifa og tjá veikleika sinn af hófsemi
Tengd mynd

Allt þetta saman hefur áhrif á sjálfsvirðinguna, sjálfsvirðingin er líka gríðalega mikilvæg og ef hún er lág eða ekki nein er það oft mjög slæmt, og alltaf ætti maður að leita hjálpar ef eitthvað af þessum einkennum ef ekki bara öll eiga við þig, því sjálfsvirðing er það sem allir eiga skilið að hafa og eiga vera með, því við öll skiptum máli. Ég, Þú kæri lesandi, ALLIR.

Lítil Sjálfsvirðing:

  • Ég á erfitt með að taka ákvarðanir
  • Ég dæmi allt sem ég segi
  • Kann ekki að taka viðurkenningu eða hrósi
  • Bið ekki um aðstoð 
  • Álit annara skiptir mig máli
  • Er ekki verðug að vera elskuð/aður
Sjálfsvirðing byggist á:

  • Trú á eigin getu og sjálfstrausti
  • Innri venjur byggja upp sjálfsvirðingu
  • Virða staðreyndir og rækta meðvitund
  • Viðurkenna sjálfan sig
  • Bera ábyrgð á sjálfum sér
  • Vera sannur og trúr í samskiptum við aðra
  • Markmið til skemmri og lengri tíma
  • Vera sjálfum sér samkvæmur

Hér fyrir neðan ætla ég að setja linka á þær síður sem hægt er að lesa sér til um meðvirkni, stjórnsemi og sjálfsvirðingu.

Tengd mynd

Við verðum að læra setja mörk, mörk sem okkur finnst rétt fyrir okkur og auðvitað er það allra að virða mörkin okkar, þessvegvna ætla ég að setja inn nokkra linka sem tengjast líka stjórnsemi og kúgun t.d.

Ytri mörk:
  1. Líkamleg
  2. Kynferðisleg
Innri mörk:
  1. Hugsanir
  2. Tilfiningar
  3. Hegðun
Ef þessi mörk eru ekki þá er skaddað markakerfi, þá eru settir upp múrar í staðin:

  • Reiðimúrar
  • Óttamúrar
  • Þagnamúrar
  • Orðamúrar